Notendaskilmálar aflaklo.is

Upplýsingar um söluaðila

Söluaðili er Marína útgerð ehf., kt. 460521-0680. 

I. Gjald

Fyrir leyfi til að skrá afla fyrir bát hjá Aflaklo.is greiðir viðskiptavinur gjald. Leyfið gildir fyrir einn bát sem stundar veiðar með handfærum eða grásleppunetum. Ekki er hægt að færa þegar keypta áskrift yfir á annan bát.

Viðskiptavinur greiðir gjald fyrir notkun á vefnum Aflaklo.is. Upphæð gjaldsins fer eftir valinni áskriftarleið.

Verð áskriftarleiða eru tilgreind í íslenskum krónum án viðisaukaskatts. Virðisaukaskatti er bætt við þegar varan er komin í körfu.

Vinsamlega athugið að verð í vefverslun geta breyst án fyrirvara, m.a. vegna rangra verðupplýsinga eða prent- og innsláttarvillna.

Aflaklo.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

II. Reikningar

Aflaklo.is sendir viðskiptavini sundurliðaðan reikning í tölvupósti þegar kaup hafa farið fram. Ekki er hægt að nota þjónustuna fyrr en reikningur hefur verið greiddur.

 

III. Breytingar á verðskrá

Verði breytingar á verðskrá Aflaklo.is gilda þær frá og með þeim degi sem breytingin er birt og kaup eiga sér stað.

 

IV. Ábyrgð og skaðabætur

Viðskiptavinur skal kynna sér vefinn Aflaklo.is og samþykkja kosti hans og galla. Aflaklo.is tekur ekki ábyrgð á vandkvæðum við notkun vefsins sem rekja má til tölvubúnaðar notanda eða nettengingu hans. Notandi ber sjálfur ábyrgð á að skip hans hafi veiðileyfi, en aflaskráning er ekki send til Fiskistofu hafi skip ekki veiðileyfi. Aflaklo.is ber enga ábyrgð á notkun viðskiptavinar á hugbúnaðinum eða áhættu af því tjóni, beinu eða óbeinu, sem hlotist getur af því. Bótaskylda aðila takmarkast við beint tjón og nær ekki til rekstrartaps eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðju aðila að hluta til eða að öllu leyti.

Bótafjárhæð getur ekki orðið hærri en sem nemur upphæð þess gjalds sem viðskiptavinurinn greiddi fyrir þjónustuna.

Aflaklo.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili á vegum viðskiptavinar verður valdur að án meðábyrgðar Aflaklo.is.

Ef Aflaklo.is getur ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningnum vegna neyðarréttarlegra eða óviðráðanlegra atvika falla skuldbindingar niður, þ.m.t. möguleg bótaábyrgð, á meðan slíkt ástand varir.

Aflaklo.is ber ekki ábyrgð á röngum skráningum viðskiptavinar.

 

V. Höfundarréttarákvæði

Hugbúnaðurinn er eign Aflaklo.is og falla allar viðbætur og breytingar þar undir og hefur samningur þessi ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfundarétti.

Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að virða höfundarétt Aflaklo.is og nota hugbúnaðinn aðeins í samræmi við samning þennan. Án leyfis Aflaklo.is er viðskiptavini, og öðrum, með öllu óheimilt að afrita hugbúnaðinn, breyta honum eða dreifa.

Allt efni á vef aflaklo.is, þar á meðal texti, grafík, logo og myndir, eru eign aflaklo.is. Öll afritun og endurdreifing er óheimil nema að fengnu skriflegu leyfi. Ekki má nota efnið í tengslum við neina vörur eða þjónustu án skriflegs leyfis.

 

VI. Persónuupplýsingar

Öll gögn og upplýsingar sem Aflaklo.is verður vísari um viðskiptavin skal vera trúnaðarmál þeirra á milli. Viðskiptavinur skal á sama hátt gæta fyllsta trúnaðar um gögn og upplýsingar er varða Aflaklo.is. Við skráningu í afladagbók fer fram meðferð og vinnsla ýmissa persónuupplýsinga. Allar þær persónuupplýsingar sem Aflaklo.is vinnur með, eru bundnar trúnaði og unnar í samræmi við gildandi persónuverndarlög nr. 90/2018.

 

VII. gr. Gildistími

Eftir að viðskiptavinur hefur keypt þjónustuleið er þjónustan óendurgreiðanleg.

 

VIII. Varnarþing

Ef ágreiningur kemur upp um framkvæmd samnings þessa, um notkunarleyfi eða önnur atriði sem tengjast samningnum, og ekki er mögulegt að leysa með samkomulagi, er einungis heimilt að reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness, Landsrétti og Hæstarétti Íslands.

 

26. mars, 2023

Aflaklo.is