Við höfum safnað saman svörum við helstu spurningum hér. Ef þig vantar svör við einhverjum öðrum spurningum, sendu okkur póst á aflaklo@aflaklo.is eða hér.
Hvað er Aflaklo.is?
Aflaskráningarsíða fyrir þá sem stunda veiðar með handfærum eða gráspeppunetum til að skila inn afladagbókum til Fiskistofu.
Í hvaða tækjum er hægt að nota aflaklo.is?
Aflaklo.is er netsíða, og er hægt að nota hana í öllum snjallsímum, spjaldtölvum, fartölvum og borðtölvum sem eru með nettengingu.
Hvernig virkar Aflaklo.is?
Þú skráir þig inn og velur þjónustuleið.
Þú velur hvernig þú vilt greiða og gengur frá kaupum. Þá opnast aðgangur að aflaskráningu. Sumar upplýsingar koma forskráðar á eyðublaðið, og aðrar eru í felligluggum. Þú skráir þær upplýsingar sem vantar um veiðiferðina og ýtir á senda til Fiskistofu
Aðeins of auðvelt!
Sjá myndband um aflaskráningu.
Er einhver falinn kostnaður?
Nei, Aflaklo.is er ekkert fyrir falinn kostnað.
Er hægt að nota aflaklo.is ef tveir skipstjórar eru að róa til skiptis?
Já, það er hægt. Hægt er að velja skipstjóra fyrir hverja veiðiferð.
Get ég fengið þjónustu ef ég lendi í vandræðum?
Já, að sjálfsögðu! Á skrifstofutíma á virkum dögum frá kl. 8-16, getur þú fengið aðstoð í gegnum netfangið aflaklo@aflaklo.is þér að kostnaðarlausu eða í síma 892-5124.
Hefur Aflaklo.is leyfi til að taka við skráningu afladagbókar?
Já, Aflaklo.is er með samning við Fiskistofu um aflaskráningu.